Það gengur ekkert hjá hollenska stórliðinu Ajax sem er í fallsæti í hollensku úrvalsdeildinni.
Ajax er með aðeins fimm stig úr sjö leikjum en um er að ræða stærsta lið Hollands sem á engan möguleika á titlinum eftir aðeins nokkra leiki.
Ajax á vissulega leiki til góða á liðin fyrir ofan sig en sum lið hafa spilað tíu leiki á meðan Ajax hefur leikið sjö.
Maurice Steijn var rekinn frá félaginu á mánudaginn eftir hörmulega byrjun og nú er John van ‘t Schip tímabundið við stjórnvölin.
Samkvæmt hollenskum miðlum ætlar Ajax nú að fara aðra leið í leit að nýjum þjálfara og horfir utan heimalandsins.
Síðasti útlendingur til að þjálfa Ajax var Morten Olsen en hann hætti með liðið árið 1998.
Ajax hefur lengi aðeins horft innanlands og á þjálfara í Hollandi en ætlar nú að opna dyrnar fyrir erlendum stjórum.