Inter 1 – 0 Roma
1-0 Marcus Thuram(’81)
Marcus Thuram var hetja Inter Milan í kvöld er liðið mætti Roma í ítölsku úrvalsdeildinni.
Um var að ræða næst síðasta leik dagsins á Ítalíu en viðureign Napoli og AC Milan er nú að hefjast.
Þessi stórleikur var engin frábær skemmtun en Thuram gerði sigurmark heimamanna eftir 81 mínútu.
Inter er því komið á toppinn og er með 25 stig, tveimur stigum á undan Juventus sem er í öðru sæti.