Fred, fyrrum leikmaður Manchester United, er á leið aftur í ensku úrvalsdeildina samkvæmt nýjustu fregnum.
Fred átti fínan tíma hjá Man Utd en var seldur til Fenerbahce í sumar fyrir 13 milljónir punda.
Newcastle er nú að skoða það að fá Fred í sínar raðir og á hann að leysa Sandro Tonali af hólmi sem var dæmdur í tíu mánaða bann.
Fred þekkir vel til Englands og gæti smellpassað inn í lið Newcastle sem stefnir á Meistaradeildarsæti annað árið í röð.
Newcastle mun fara yfir stöðuna nánar þegar janúarglugginn opnar en Fred þykir mjög líklegur til að verða fyrir valinu.