Skelfilegar fréttir bárust í gær af foreldrum Luis Diaz sem er leikmaður Liverpool í ensku úrvalsdeildinni.
Blaðamaðurinn virti Fabrizio Romano vakti athygli á málinu og vitnar í blaðakonuna Vicky Davila. Foreldrum Diaz var rænt í heimalandi hans, Kólumbíu.
Nú hefur Romano staðfest það að Cilenis Marulanda, móðir Diaz, hafi verið bjargað af lögreglu en faðir leikmannsins er enn í höndum ræningjana.
Lögreglan vinnur í því að frelsa faðir leikmannsins en fjölskylda hans býr í borginni Barrancas í heimalandinu.
Búist er við að ræningjarnir séu að leitast eftir peningum Diaz sem er sannarlega á góðum launum í Liverpool borg.
🚨 Sources close to Luis Díaz confirm that his mother Cilenis Marulanda has been rescued by the police.
The operation now continues to free his father, kidnapped earlier today. pic.twitter.com/LNAtKNi2dz
— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) October 29, 2023