Liverpool var í engum vandræðum í ensku úrvalsdeildinni í dag er liðið fékk Nottingham Forest í heimsókn.
Heimamenn fögnuðu sannfærandi sigri gegn Forest og gerðu þrjú mörk gegn engu frá gestunum.
Liverpool lyfti sér upp í þriðja sæti deildarinnar með sigrinum og er þremur stigum frá toppliði Tottenham.
Aston Villa vann þá öruggan sigur gegn Luton og gerðu Brighton og Fulham 1-1 jafntefli.
Liverpool 3 – 0 Nottingham Forest
1-0 Diogo Jota(’31)
2-0 Darwin Nunez(’35)
3-0 Mo Salah(’77)
Aston Villa 3 – 1 Luton
1-0 John McGinn(’17)
2-0 Moussa Diaby(’49)
3-0 Tom Lockyer(’62, sjálfsmark)
3-1 Emiliano Martinez(’83, sjálfsmark)
Brighton 1- 1 Fulham
1-0 Evan Ferguson(’26)
1-1 Joao Palhinha(’65)