Erik ten Hag, stjóri Manchester United, hefur varað markmanninn Andre Onana við þvi að það sé ekki nóg að eiga einn eða tvo góða leiki fyrir félagið.
Onana gekk í raðir Man Utd í sumar frá Inter Milan og spilaði mjög vel í vikunni gegn FCK í Meistaradeildinni.
Fyrir það var Onana mikið gagnrýndur fyrir sína frammistöðu og hefur gert þónokkur mistök á tímabilinu til þessa.
Ten Hag er sáttur með hvernig Onana er að þróa sinn leik í Manchester en varar markmanninn við því að gott sé ekki nógu gott í Manchester og að hlutirnir þurfi að vera upp á tíu.
,,Hann býst við miklu af sjálfum sér. Við reynum að gefa honum sjálfstraust, sjáið hvað hann hefur gert fyrir önnur lið í toppdeildum,“ sagði Ten Hag.
,,Hann er með gæðin og hæfileikana, í síðustu tveimur leikjum hefur hann bætt sig og nú þurfum við að halda áfram sama striki.“
,,Það er mjög gott en hjá Manchester United þá er gott ekki nógu gott.“