Jamie O’Hara, fyrrum leikmaður Tottenham, er svo sannarlega ekki bjartsýnn fyrir stórleik helgarinnar sem er á sunnudag.
Manchester United tekur þá á móti grönnum sínum í Manchester City en leikið er í ensku úrvalsdeildinni.
O’Hara hefur enga trú á Man Utd í þessari viðureign og mælir í raun með að stuðningsmenn liðsins horfi sem minnst á viðureignina.
Englandsmeistararnir eru á mun betri stað í dag en spilamennska Man Utd á tímabilinu hefur ekki verið sannfærandi.
,,Ég sé ekki hvernig Manchester United nær í stig úr þessum leik og ég mæli með að stuðningsmenn horfi á leikinn bakvið sófann, sagði O’Hara.
,,Þeir hafa verið svo slakir undanfarið, tap gegn Crystal Palace, mörðu sigur gegn Brentford og Sheffield United. Ég sé þá ekki gera neitt í þessum leik.“
,,Ég held að Manchester City endi á að valta yfir þá á Old Trafford, þeir hafa lengi verið besta liðið í Manchester og það breytist ekki á sunnudaginn.“