Darwin Nunez framherji Liverpool klúðraði ótrúlegu dauðafæri í Evrópudeildinni í gær, framherjinn frá Úrúgvæ var einn gegn markinu en náði ekki að skora.
Liverpool tók á móti Toulouse. Eftir að Diogo Jota hafði komið heimamönnum yfir á 9. mínútu jafnaði Thijs Dallinga fyrir franska liðið en eftir það gekk Liverpool frá dæminu.
Wataru Endo kom þeim yfir á 31. mínútu og skömmu síðar gerði Darwin Nunez þriðja markið.
Ryan Gravenberch kom Liverpool í 4-1 á 65. mínútu þegar hann fylgdi eftir dauðafæri sem Nunez klikkaði á og Mohamed Salah innsiglaði 5-1 sigur eftir að hafa komið inn á sem varamaður.
Klúðrið hjá Nunez er hér að neðan.
That Darwin Núñez open goal miss 🤯
Luck it turned out to be an unbelievable assist for Ryan Gravenberch 🔥😂
— football b*stards (@FootballBstards) October 27, 2023