Sir Bobby Charlton heitinn er á toppi listans og þar á eftir eru Bobby Moore og Gordon Banks.
Einnig eru stjörnur eins og David Beckham, Alan Shearer og Gary Lineker.
Margir netverjar virtust þó ósáttir við að menn á borð við Wayne Rooney, Harry Kane og Kevin Keegan vantaði. Í enskum miðlum voru teknar saman nokkrar gagnrýnar athugasemdir.
„Það er skandall að Kevin Keegan sé ekki þarna,“ skrifaði einn netverjinn. Fleiri vildu sjá Keegan í liðinu. „Það vantar Keegan og Bryan Robson sem báru liðið einir áfram í mörg ár. Beckham og Shearer eru ofmetnir að mínu mati.“
„Rooney rændur eins og alltaf,“ skrifaði annar netverji.
„Þvílík vanvirðing gagnvart Ashley Cole og Harry Kane skrifaði þá einn.
Sir Tom Finney var nafn sem einnig kom reglulega upp.
Hér að neðan má sjá listann.
1. Sir Bobby Charlton
2. Bobby Moore
3. Gordon Banks
4. David Beckham
5. Sir Stanley Matthews
6. Alan Shearer
7. Gary Lineker
8. Jimmy Greaves
9. Paul Gascoigne
10. Sir Geoff Hurst