Það ráku margir upp stór augu þegar breska sjónvarpskonan vinsæla, Laura Woods, birti mynd af sér með því sem virtist sígarettu í vikunni.
Woods fjallar um Meistaradeildina á TNT Sports og var hún að störfum í vikunni. Eftir það birti hún mynd af sér að störfum með regnhlíf og eitthvað hvítt sem margir héldu að væri sígaretta.
Woods var þó ekki að reykja í vinnunni eins og mörgum sýndist og hefur hún nú tjáð fólki að um penna hafi verið að ræða.
Myndin sem um ræðir er hér að neðan.