fbpx
Laugardagur 14.desember 2024
433Sport

Finnst umræðan um KR mjög óvægin og segir – „Hann er ekki trúður“

Hörður Snævar Jónsson
Föstudaginn 27. október 2023 09:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Viktori Unnari Illugasyni sérfræðingi Dr. Football finnst gagnrýnin sem KR fær fyrir þjálfaraleit sín ómaklega. Hann segist nokkuð öruggur á því að Greg Ryder taki við KR.

Stjórn KR tók þá ákvörðun að endurnýja ekki samning Rúnars Kristinssonar og hefur síðan leitað að eftirmanni hans.

Ólafur Ingi Skúlason hafnaði starfinu á mánudag en KR hafði einnig áhuga á að ræða við Óskar Hrafn Þorvaldsson, Halldór Árnason, Davíð Snorri Jónasson og Jökul Elísabetarson en þeir voru ekki klárir.

„Mér finnst KR vera að fá alltof neikvæða umfjöllun, ef Óskar var klár ef Noregur klikkaði er það bara eðlilegt,“ segir Viktor Unnar um stöðu mála í Dr. Football í dag.

KR-ingar vildu fá Óskar Hrafn sem sagt var upp hjá Breiðablik en hann tók við Haugesund í Noregi.

„Þeir gömbluðu á það, mér finnst eðlilegt að Jökull haldi áfram í sínu og að Halldór haldi áfram með lið sem spilar hans fótbolta. Ekkert óeðlilegt að Davíð Snorri haldi sínu.“

Viktor Unnar vill meina að leit KR sé fagleg, þar sé allt skoðað og rætt við marga. „Fagleg leit að þjálfara, þá ertu með lista, þú hefur ekki heyrt neinn leikmann KR tuða yfir því að Rúnar sé farinn. Það var bara búið.“

Viktor Unnar var leikmaður Þróttar undir stjórn Greg Ryder og fer fögrum orðum um hann. „Ég er svona 90 prósent viss um að Greg taki þetta, ég hef verið með hann og er mjög vel undirbúinn. Skoðar andstæðinginn vel, hann er ekki trúður. Hann var 33 ára með mig og mjög góð ráðning, löstur hans var fitness hlutinn en KR er komið með þann besta í það.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Byrjunarliðin í enska boltanum – Liverpool og Arsenal í eldlínunni

Byrjunarliðin í enska boltanum – Liverpool og Arsenal í eldlínunni
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Kaupin á Everton loksins að ganga í gegn

Kaupin á Everton loksins að ganga í gegn
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Þjálfarinn ræddi aldrei við Sævar á meðan hann var í starfi – „Pælingarnar hans góðar en hann kom þeim svo illa frá sér“

Þjálfarinn ræddi aldrei við Sævar á meðan hann var í starfi – „Pælingarnar hans góðar en hann kom þeim svo illa frá sér“
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Segja að Salah sé hrokafullur og ómerkilegur eftir þessi ummæli – ,,Enginn annar en ég“

Segja að Salah sé hrokafullur og ómerkilegur eftir þessi ummæli – ,,Enginn annar en ég“
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Missti fyrirliðabandið eftir óásættanlega hegðun gegn West Ham

Missti fyrirliðabandið eftir óásættanlega hegðun gegn West Ham
433Sport
Í gær

Hraunaði yfir eigin leikmann eftir gærkvöldið

Hraunaði yfir eigin leikmann eftir gærkvöldið
433Sport
Í gær

Lýsir súrealísku augnabliki – Var beðinn um að hringja í Gylfa Þór og bjóða honum út að borða

Lýsir súrealísku augnabliki – Var beðinn um að hringja í Gylfa Þór og bjóða honum út að borða