Barcelona er í vanda eins og undanfarin ár, félagið vantar fjármuni en rekstur félagsins hefur verið erfiður og þungur síðustu ár.
Nú segja miðlar á Spáni að mögulega þurfi félagið að selja Gavi til að laga bókhaldið sitt.
Börsungar telja sig geta fengið 90 milljónir punda fyrir miðjumanninn og það er eitthvað sem Chelsea er til í skoðar.
Segir í frétt Sport að Chelsea sýni því áhuga á að kaupa Gavi sem er gríðarlegt efni.
Gavi er 19 ára gamall en hefur leikið 25 leiki fyrir Spán og spilar þar mjög stóra rullu.