Class of 92 er nafn sem er notað um knattspyrnumenn sem komu upp á sama tíma hjá Manchester United. Fremstur þar í flokki er David Beckham en margir aðrir komu upp á sama tíma.
Félagarnir hafa stundað viðskipti saman eftir að ferlinum lauk og eru þeir allir mjög vel efnaðir.
Þeir eru hins vegar langt því frá að eiga sömu fjármuni og Beckham. Auðæfi Beckham eru metin á rúma 63 milljarða sem er ansi gott.
Ryan Giggs er næstur á eftir honum en hann er metinn á 8 milljarða sem telst gott en lítið í samanburði við Beckham.
Gary Neville og bróðir hans Phil eiga báðir rúma 3 milljarða en þar er Paul Schole einnig. Nicky Butt rekur svo lestina með um 2,5 milljarð í sínum vasa.
Class of 92:
Gary Neville – £20 million
Phil Neville – £20 million
Nicky Butt – £15 million
Paul Scholes – £20 million
Ryan Giggs – £50 million
David Beckham – £372million