Paris Saint-Germain vill flýta sér að endursemja við hinn bráðefnilega Warren Zaire-Emery.
Zaire-Emery er aðeins 17 ára gamall en er þegar orðinn lykilmaður hjá stórliði PSG. Var hann til að mynda valinn maður leiksins gegn AC Milan í Meistaradeildinni í gær.
Þetta vekur auðvitað athygli annars staðar en PSG ætlar að framlengja samning hans á allra næstunni. Sá sem er nú í gildi rennur út 2025.
Æðstu menn PSG vilja að Zaire-Emery verði andlit félagsins næstu árin.
✨🇫🇷 Warren Zaïre-Emery will sign new long term deal at Paris Saint-Germain soon.
He’s key part of the project, wanted as face of the new era by the club — and especially by Nasser Al Khelaifi.
🏅 MOTM yesterday, 17 year old. Top talent. pic.twitter.com/GaqlaZTh9K
— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) October 26, 2023