Átta leikjum er nýlokið í Sambandsdeildinni. Um leiki í 3. umferð riðlakeppninnar var að ræða.
Norska liðið Bodo/Glimt gerði sér lítið fyrir og vann 3-1 sigur á Besiktas. Albert Grönbæk kom norska liðinu yfir efitr um hálftíma leik áður en Faris Moumbagna tvöfaldaði forskotið. Ulrik Saltnes kom norska liðinu í 3-0 seint í leiknum áður en Besiktas minnkaði muninn.
Franfurt fór illa með finnsla liðið HJK og vann 6-0. Fiorentina vann einnig 6-0 sigur á Cukaricki.
Hér að neðan eru úrslit kvöldsins.
C-riðill
Dinamo Zagreb 0-1 Viktoria Plzen
D-riðill
Bodo/Glimt 3-1 Besiktas
E-riðill
Zrinjski 1-2 Legia Varsjá
F-riðill
Fiorentina 6-0 Cukaricki
Genk 0-0 Ferencvaros
G-riðill
Aberdeen 2-3 PAOK
Frankfurt 6-0 HJK
H-riðill
Spartak Trnava 0-2 Nordsjælland