Ríkharð Óskar Guðnason íþróttafréttamaður á Stöð2 Sport og stjórnandi Þungavigtarinnar segist hafa heyrt það að Eggert Gunnþór Jónsson komi til greina sem aðstoðarþjálfari Vals.
Valur leitar að aðstoðarþjálfara eftir að Sigurður Heiðar Höskuldsson sagði upp störfum til að taka við Þór í Lengjudeildinni.
Ríkharð sagðist hafa heyrt tvö nöfn nefnd til sögunnar, Ólaf Inga Skúlason þjálfara U19 ára landsliðsins og Eggert Gunnþór.
Ólafur Ingi hefur nú þegar afþakkað starfið líkt og hann afþakkaði að taka við sem þjálfari KR.
Ríkharð sagðist hafa borið nafn Eggerts undir menn á Hlíðarenda og því hafi menn að minnsta kosti ekki neitað.
Eggert er samningslaus eftir að samningur hans við FH rann út en hann hefur starfað við þjálfun hjá félaginu. FH hefur rætt við Eggert um að halda áfram að spila en nú gæti hann mögulega fengið spennandi boð í þjálfun.
Arnar Grétarsson er að fara inn í sitt annað tímabil sem þjálfari Vals en liðið endaði í öðru sæti í Bestu deild karla.