Emi Martinez, markvörður Aston Villa, er stórhuga fyrir næstu misserum með félaginu. Hann hrósar stjóra liðsins Unai Emery í hástert.
Aston Villa hefur staðið sig frábærlega frá því Emery tók við síðasta haust. Náði liði Evrópusæti í vor og er nú í fimmta sæti ensku úrvalsdeildarinnar.
„Unai Emery er einn af fimm bestu stjórum heims um þessar mundir,“ segir Martinez.
Martinez hefur verið hjá Villa síðan 2020 og átt þátt í uppgangi liðsins. Hann ætlar sér með liðið á meðal þeirra bestu.
„Aston Villa vill vera í Meistaradeildinni og vinna titla. Ég er ekki hér til að sóa tíma, við munum vinna eitthvað.
Við höfum bætt okkur mikið síðan ég kom og ég mun reyna að koma liðinu í Meistaradeildina.“