Sparkspekingurinn Kristján Óli Sigurðsson segir frá því á Twitter (X) að ÍA sé að kaupa Oliver Stefánsson frá Breiðabliki á metfé.
Oliver, sem er 21 árs gamall, gekk í raðir Blika frá Norrköping fyrir síðustu leiktíð en náði ekki að stimpla sig nægilega vel inn í Kópavoginum.
Oliver er uppalinn hjá ÍA og lék með liðinu á láni frá Norrköping tímabilið 2022.
Nú er hann á leið aftur heim ef marka má nýjustu fréttir.
ÍA verður nýliði í Bestu deild karla á næstu leiktíð eftir að hafa sigrað Lengjudeildina í ár.
Oliver Stefánsson seldur frá Breiðabliki til ÍA fyrir metfé. 💰💰💰#HeimavinnaHöfðingjans
— Kristján Óli Sigurðsson (@kristjanoli) October 26, 2023