Cristiano Ronaldo skoraði ótrúlegt mark með sádiarabíska liðinu Al Nassr í Meistaradeild Asíu í gær.
Al Nassr tók þá á móti stórliði Al Duhail frá Katar og vann 4-3 sigur. Philippe Coutinho spilar til að mynda með katarska liðinu.
Ronaldo skoraði tvö marka Al Nassr og var annað þeirra hreint út sagt stórkostlegt.
Setti Portúgalinn knöttinn með vinstri fæti upp í bláhornið.
Sjón er sögu ríkari.
One way to describe this “🐐” pic.twitter.com/MXsFaYf7dm
— AlNassr FC (@AlNassrFC_EN) October 24, 2023