Leikmenn Manchester City fá á baukinn fyrir klæðnað sinn sem liðið mætti í fyrir leik gegn Young Boys í Meistaradeildinni í kvöld.
Leikmenn City voru allir eins klæddir en nöfn og númer þeirra voru á bakinu á peysunni sem þeir voru í.
„Þetta er óboðlegt,“ sagði Joe Cole fyrrum leikmaður enska landsliðsins var að vinna hjá TNT Sports við leikinn.
„Stjórinn kemur út og lítur frábærlega út. Mér er alveg sama hversu marga titla þú vinnur, það þarf að laga þetta.“
„Þetta er hræðilegt, ég get ekki sagt neitt meira,“ sagði Cole.
Dæmi hver fyrir sig.