Danska fyrirsætan Philine Roepstroff er afar vinsæl á samfélagsmiðlum og vakti mynd hennar á dögunum mikla athygli.
Roepstroff er fyrrverandi kærasta glaumgosans og fyrrum knattspyrnumannsins Nicklas Bendtner. Þau hættu hins vegar saman 2021.
Er hún í dag með Jacob Bruun Larsen, leikmanni Burnley.
Mynd hennar á dögunum við ströndina vakti mikla athygli.
„Sýnir fyrrverandi af hverju hann er að missa,“ stóð í grein The Sun um myndina.
Myndin er hér að neðan.