Sevilla vill lokka til sín Hannibal Mejbri frá Manchester United í janúar. Mirror segir frá.
Hinn tvítugi Mejbri hefur verið hluti af aðalliði United á tímabilinu og alls spilað fjóra leiki í deild, Meistaradeild og deildabikar.
Þrátt fyrir það er ljóst að Sevilla gæti boðið honum mun meiri spiltíma og hyggst félagið reyna að nýta sér það til að fá hann til sín í janúar.
Mejbri er fæddur í Frakklandi en valdi að leika fyrir landslið Túnis. Á hann að baki 27 A-landsleiki.