Marco Silva er búinn að framlengja samning sinn við Fulham. Félagið staðfestir þetta á heimasíðu sinni.
Silva hefur verið við stjórnvölinn hjá Fulham síðan 2021 og gert afar góða hluti. Hann kom liðinu upp á sinni fyrstu leiktíð og skilaði því um miðja deild á síðustu leiktíð.
Nýr samningur gildir til 2026.
„Mér finnst ég eiga óklárað verk hér. Við höfum átt tvö frábær tímabil en markmiðið er klárlega að festa þetta lið í sessi í ensku úrvalsdeildinni,“ sagði Silva við undirskrift.
We're delighted to announce that Marco Silva has signed a new contract!
Read more: ⤵️
— Fulham Football Club (@FulhamFC) October 24, 2023