Framherjinn Serhou Guirassy hefur farið á kostum með Stuttgart frá því hann gekk í raðir félagsins í sumar. Hann gæti strax farið í stærra félag fljótlega.
Guirassy, sem er 27 ára gamall, gekk í raðir Stuttgart frá Rennes í sumar og er kominn með 15 mörk í níu leikjum á þessari leiktíð, lygileg tölfræði.
Eðlilega er Guirassy því orðaður við stærri félög en nú greinir Fabrizio Romano frá því að kappinn hafi samið þannig við Stuttgart í sumar að hann geti farið ef tilboð upp á 17,5 milljónir evra eða hærra berst.
Ljóst er að fjöldi stórliða gætu nýtt sér þetta, enda ekki há upphæð á markaðnum í dag.
Klásúlan er í gildi strax í janúarglugganum.
🚨🔴 Understand the release clause into Serhou Guirassy contract at Stuttgart is worth… just €17.5m!
The clause is valid already in January 2024, active in both winter and summer windows as SkyDE reported.
Guirassy has scored 15 goals in 9 official games this season. pic.twitter.com/IBP0GgZYfK
— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) October 24, 2023