Kristján Kristjánsson formaður knattspyrnudeildar Þróttar játar því hvorki né neitar þegar hann er spurður að því hvort Ólafur Kristjánsson sé að taka við kvennaliði félagsins.
Samkvæmt því sem 433.is kemst næst er Ólafur sem síðast var yfirmaður knattspyrnumála hjá Breiðablik að taka við sem þjálfari Þróttar í Bestu deild kvenna.
Nick Chamberlain sagði starfi sínu lausu hjá Þrótti á dögunum til að taka við kvennaliði Breiðabliks. „Það er ekki orð frá mér um það,“ sagði Kristján í samtali við 433.is í dag.
Kristján sagðist því miður ekki getað sagt neitt um málið en lofaði að svara í lengra og betra máli um málefni Þróttar á næstunni.
Pála Þórisdóttir formaður meistaraflokksráðs vildi heldur ekkert segja en sagði von á tilkynningu frá félaginu í dag.
Ólafur væri þar að stíga sitt fyrsta skref í þjálfun í meistaraflokki kvenna en hann hefur hér á landi stýr karlaliði Fram, Breiðabliks og FH. Hann hefur einnig starfað sem þjálfari í atvinnumennsku.
Ólafi var sagt upp sem yfirmanni knattspyrnumála hjá Breiðabliki í sumar og var orðaður við sama starf hjá HK, hann hefur einnig verið nefndur til sögunnar sem þjálfari karlaliðs KR.