Forráðamenn Manchester United sjá enga endurkomuleið fyrir Jadon Sancho og eru farnir að skoða það hvernig hægt verður að selja hann í janúar.
Sancho hefur ekki fengið að æfa með aðalliði United í átta vikur eftir að hafa farið í opinbert stríð við Erik ten Hag, stjóra félagsins.
Sancho neitar að biðjast afsökunar en það er krafan sem Ten Hag sem gerir svo hann fái að snúa aftur.
Segja ensk blöð í dag að meira en 90 prósent líkur séu á því að Sancho fari frá United í janúar.
Kantmaðurinn knái hefur upplifað mjög erfið tvö ár hjá United og virðist einnig sáttur með þá niðurstöðu að hann fari frá félaginu.
Sancho er 23 ára gamall en hann var keyptur sumarið 2021 frá Dortmund fyrir 75 milljónir punda.