Fyrrum leikmaðurinn og knattspyrnustjórinn Rudd Gullit segir að leikmenn Manchester United horfi of mikið framhjá Rasmus Hojlund.
Danski framherjinn gekk í raðir United í sumar frá Atalanta og þrátt fyrir að hafa sýnt góðar rispur hefur hann ekki skorað í ensku úrvalsdeildinni til þessa. Hann er þó með þrjú mörk í Meistaradeild Evrópu.
„Þeir horfa ekki nógu mikið til hans þó hann sé í góðum svæðum,“ segir Gullit.
„Það eru of margir leikmenn sem vilja skora sjálfir. Þeir koma inn á völlinn og vilja alltaf vera að skjóta.
Sóknarmenn eru sjálfselskir og þurfa mörk. Ef hann er glaður breytir það miklu fyrir liðið.“