Elvar Geir Magnússon, ritstjóri Fótbolta.net segir háværar sögusagnir vera í gangi þess efnis að Vanda Sigurgeirsdóttir muni ekki gefa kost á sér aftur í formann KSÍ.
Kosið verður til formanns á ársþingi KSÍ eftir fjóra mánuði. Elvar sagði frá þessu í útvarpsþætti Fótbolta.net á laugardag
433.is sendi fyrirspurn á Vöndu í september þar sem hún var spurð út í þessar sögur. „Mér finnst ekki tímabært að „kommenta“ á þetta núna, svona í byrjun september og þing í lok febrúar,“ segir Vanda í svari við fyrirspurn 433.is þess efnis.
Vanda hefur verið formaður KSÍ í rúm tvö ár en Elvar sagði frá því í þættinum eð Björn Einarsson, sem bauð sig fram til formanns árið 2017 gegn Guðna Bergssyni væri að skoða framboð.
Björn tapaði með naumindum í einvígi gegn Guðna en hann hefur í mörg ár verið formaður aðalstjórnar Víkings. Vildi hann gera starf formanns að hlutastarfi frekar en fullu starfi þegar hann bauð sig fram síðast.