Steven Gerrard, Liverpool goðsögn og stjóri Al Ettifaq í Sádi-Arabíu, hefur áhuga á að fá framherjann Dominic Calvert-Lewin til liðs við sig frá Everton í janúar.
Breska götublaðið The Sun segir frá þessu.
Calvert-Lewin hefur skorað þrjú mörk fyrir Everton í öllum keppnum frá því hann sneri aftur úr meiðslum í byrjun september. Kappinn á tæp tvö ár eftir af samningi sínum en Gerrard vill kaupa hann í janúar.
Al Ettifaq er í sjöunda sæti sádiarabísku deildarinnar en ljóst er að hinn 26 ára gamli Calvert-Lewin yrði mikill liðsstyrkur.