David De Gea birti mynd á samfélagsmiðlum í gær sem hefur fengið mikla athygli.
Markvörðurinn yfirgaf Manchester United í sumar er samningur hans rann út. Það var ákveðið að endurnýja ekki við hann.
Þess í stað mætti Andre Onana í markið frá Inter en hann hefur gert fjölda mistaka það sem af er leiktíð.
De Gea minnir reglulega á sig og hefur hann nú gert það með mynd af sér og Bruno Fernandes, fyrirliða United.
Spænski markvörðurinn hefur ekki enn fundið sér nýtt lið og er því atvinnulaus sem stendur.
Together again 😎@RebelsGaming ♦️ pic.twitter.com/EZq3rabqYI
— David de Gea (@D_DeGea) October 22, 2023