Vísir vakti athygli á viðtalinu við Albert sem er ansi ítarlegt.
Albert hefur farið á kostum með Genoa undanfarna mánuði en í viðtalinu ræðir Albert meðal annars hvernig hann tókst á við lofthræðslu sína.
„Ég var lofthræddur þegar ég var krakki og er enn að glíma við það í dag. Einmitt þess vegna þá ákvað ég að fara í fallhlífarstökk fyrir tveimur árum,“ segir Albert.
„Ég bókstaflega pissaði á mig af hræðslu en ég stökk samt. Ég elska að elta uppi adrenalín. Ég þarfnast tilfinninga.“
Albert hefur skorað fjögur mörk og lagt upp eitt í deild og bikar með Genoa það sem af er leikíð.
„Til að ég geti skilað hundrað prósent af mér í leikjum þá þarf ég að fá að vera frjáls inn á vellinum. Það hef ég fengið hjá Genoa. Ég er líka með sama frjálsræði í klæðaburði mínum. Ef ég er hrifinn af fötum, þá fer í þau og hef engar áhyggjur af því hvað fólki finnst,“ segir Albert einnig í viðtalinu.