Jose Mourinho minnti svo sannarlega á sig í dag er Roma mætti Monza í Serie A á Ítalíu.
Roma vann dramatískan sigur á heimavelli en Stephan El Shaarawy skoraði eina markið á lokamínútu leiksins.
Á 101. mínútu var Mourinho rekinn upp í stúku en hann fékk beint rautt spjald fyrir hegðun sína á hliðarlínunni.
Mourinho ögraði varamannabekk Monza full harkalega og má segja að rauða spjaldið hafi verið verðskuldað.
Sjón er sögu ríkari.
🇵🇹 José Mourinho just got sent off for doing this at the opposition bench, minutes after his team got a 90th minute winner.
😅 Vintage José…#ASRoma | #SerieATIM pic.twitter.com/cZ0Q0iakC8
— The Sportsman (@TheSportsman) October 22, 2023