Manchester United verður án bakvarðarins Luke Shaw þar til eftir næsta landsleikjahlé segir Erik ten Hag, stjóri liðsins.
Það eru vondar fréttir fyrir enska stórliðið en Shaw hefur ekki spilað leik með Man Utd síðan í ágúst.
Shaw er mikilvægur hlekkur í liði Ten Hag en hann byrjaði fyrstu tvo deildarleikina áður en meiðsli komu upp.
Victor Lindelof spilaði í vinstri bakverði gegn Sheffield United í gær en Diogo Dalot, Sergio Reguilobn og Sofyan Amrabat hafa einnig leyst stöðuna.
Það kom ekki að sök í gær en gestirnir höfðu betur með tveimur mörkum gegn einu.