AC Milan 0 -1 Juventus
0-1 Manuel Locatelli(’63)
Stórleik dagsins í Serie A er nú lokið en Juventus heimsótti þá AC Milan í lokaleik laugardagsins.
Leikurinn var svo sannarlega engin frábær skemmtun en heimamenn í Milan voru manni færri allan seinni hálfleikinn.
Malick Thiaw fékk að líta beint rautt spjald á 40. mínútu fyrri hálfleiks og var leikurinn í raun einstefna eftir það.
Eina markið var skorað á 63. mínútu er Manuel Locatelli átti skot sem fór af varnarmanni og í netið.
Juventus er nú með 20 stig í þriðja sæti deildarinnar, einu stigi á eftir Milan sem er sæti ofar.