Albert Guðmundsson byrjaði hjá Genoa í dag sem spilaði erfiðan útileik gegn Atalanta í Serie A.
Albert er einn mikilvægasti ef ekki mikilvægasti leikmaður Genoa en hann gæti verið á förum frá félaginu í janúar.
Sóknarmaðurinn gat ekki komið í veg fyrir tap í dag en gott lið Atalanta hafði betur á heimavelli, 2-0.
Ademola Lookman skoraði fyrra mark heimaliðsins á 68. mínútu og það seinna skoraði Ederson á lokamínútunni.
Genoa er enn aðeins með átta stig í efstu deild en Atalanta er nú með 16 eftir sigurinn.