AC Milan þarf að nota þriðja markvörð sinn í stórleik helgarinnar sem er gegn Juventus í ítölsku úrvalsdeildinni.
Um er að ræða markmanninn Antonio Mirante en hann bjóst svo sannarlega ekki við að fá að spila mikið á tímabilinu.
Mike Maignan, aðalmarkvörður Milan, er í banni og þá er Marco Sportiello, varamarkvörður liðsins, meiddur.
Sportiello meiddist á æfingu í þessari viku og nú er það í höndum Mirante að verja mark liðsins í þessum stórleik.
Mirante hefur ekki byrjað leik í yfir tvö ár ár en hann spilaði eina mínútu á síðustu leiktíð gegn Roma eftir að hafa komið inná sem varamaður.