Sir Bobby Charlton, einn besti leikmaður í sögu Englands, er látinn 86 ára gamall.
Þetta var staðfest nú rétt í þessu en Charlton lék lengst fyrir Manchester United frá 1956 til 1973.
Um er að ræða mikla goðsögn í enskri knattspyrnu en hann lék einnig 106 landsleiki fyrir England á sínum ferli.
Charlton reyndi einnig fyrir sér sem þjálfari en hann stýrði Preston og Wigan um tíma.
Fótboltaheimurinn syrgir dauðsfall Charlton sem vann alls sjö titla sem leikmaður Man Utd á sínum tíma.