Það eru víst töluverðar líkur á því að Jose Mourinho snúi aftur til Real Madrid eftir að þessu tímabili lýkur.
Mundo Deportivo greinir frá en Mourinho ku vera afar líklegur arftaki Carlo Ancelotti sem kveður í sumar.
Mourinho náði flottum árangri með Real á sínum tíma en hann er í dag hjá Roma á Ítalíu og er starf hans þar í hættu.
Ancelotti hefur staðfest það að hann sé að hætta eftir tímabilið en Mourinho verður sjálfur samningslaus 2024.
Það kæmi mörgum á óvart ef Mourinho tekur aftur við Real en miðað við þessar fréttir eru líkurnar töluverðar.