Vestri hefur staðfest komu Andra Rúnars Bjarnasonar til félagsins. Andri er mættur heim eftir langa dvöl á öðrum stöðum.
Vestri er komið upp í Lengjudeildina en Andri Rúnar lék með Val á síðustu leiktíð.
Andri Rúnar ólst upp hjá félaginu en hann hefur undanfarin ár leikið með Víkingi, Grindavík, ÍBV og Val, auk þess að leika erlendis.
Andri Rúnar er öflugur sóknarmaður sem reyndist Val vel framan af móti en hann var fjarverandi undir restina vegna meiðsla.
Ljóst er að koma Andra er mikill styrkur fyrir Vestra sem komst upp í úrvalsdeildina í gegnum umspil.
Andri Rúnar Bjarnason er kominn heim🤝 pic.twitter.com/ANZsXfNThl
— Vestri – Fótbolti (@VestriF) October 20, 2023