Stuðningsmenn Burnley í enska boltanum voru verulega óhressir með þá sem stjórna félaginu þegar þeir óskuðu eftir trommara til að mæta á leiki.
Burnley er aftur í ensku úrvalsdeildinni en hefur ekki farið vel af stað.
Eigandi félagsins vildi reyna að auka stemminguna á vellinum og fór í það að auglýsa eftir trommara til að skapa læti á Turf Moor.
Stuðningsmenn félagsins voru verulega óhressir með þetta og mótmæltu þessum hugmyndum við þá sem stjórna.
Stjórnendur félagsins tóku því auglýsinguna út og munu ekki reyna að fá trommara til að búa til betri stemmingu á Turf Moor.