Bukayo Saka leikmaður Arsenal gat ekki mætt í verkefni enska landsliðsins en ætti að vera klár gegn Chelsea um helgina.
Saka hefur verið tæpur í margar vikur og gat ekki mætt í enska landsliðið vegna þess.
Hann er hins vegar líklega klár. „Hann er að leggja mikið á sig, sjáum hvernig hann er eftir daginn,“ segir Mikel Arteta þjálfari Arsenal.
„Hann fékk smá frí og hann þurfti á því að halda, hann hefur æft síðustu daga og vill spila gegn Chelsea.“
Saka er einn mikilvægasti leikmaður Arseanl og hefur átt stóran þátt í uppgangi liðsins.