Sergio Reguilon bakvörður Manchester United er einhleypur í dag en þetta kemur fram í nýrri heimildarmynd sem Marta Diaz var að gefa út.
Þættirnir eru aðgengilegir á Amazon Prime en Diaz er þekkt fyrirsæta á Spáni en hún og Reguilon voru saman í fjögur ár.
Reguilon kemur reglulega fyrir í þáttunum sem voru teknir upp fyrir nokkru síðan.
Í þriðja þætti brotnar Diaz hins vegar saman þegar hún ræðir Reguilon. „Ég gæti sagt margt um Sergio, takk fyrir allt,“ segir Diaz.
Röddin hjá Diaz fór svo að gefa sig og hún felldi tár. „Takk fyrir allt, hann hjálpaði mér mikið og var mér mikill stuðningur. Hann var mér mjög mikilvægur.“
Reguilon var lánaður til Manchester United í haust frá Tottenham en gæti farið aftur til London í sumar.