Það er ekki víst að kaup Sir Jim Ratcliffe á 25% hlut í Manchester United gangi í gegn áður en félagaskiptaglugginn opnar í janúar. Þetta kemur fram í Daily Mail.
Ratcliffe er líklega að eignast 25% hlut í United en þetta varð ljóst eftir að Kataranum Sheikh Jassim mistókst að kaupa félagið í heild.
Þó ekkert sé klárt mun Ratcliffe líklega eignast einn fjórða en það er þó ekki ljóst að það gangi í gegn fyrir upphaf nýs árs.
Það yrði nokkuð áfall fyrir United en Ratcliffe ætlar sér að taka yfir knattspyrnulega hlið reksturs félagsins, þar á meðal leikmannakaup og þess háttar.
Ljóst er að hann getur því ekki gert það ef kaupin ganga ekki í gegn í tæka tíð.