Manchester United er að fara að framlengja samninga við þrjá leikmenn félagsins. Frá þessu er sagt í Manchester Evening News.
Átta leikmenn í aðalliði félagsins eru að verða samningslausir en United er með klásúlu til að framlengja sex þeirra.
United ætlar að virkja ákvæði í bæði samningum Victor Lindelöf og Aaron Wan-Bissaka á næstu vikum.
Hannibel Mejbri er einnig að verða laus en United ræðir við hann um nýjan samning en möguleiki er á að virkja klásúlu þar.
Brandon Williams og Alvaro Fernandez eru einnig með klásúlu og mun United skoða það hvort framlengja eigi við þá til að reyna að selja þá næsta sumar. Báðir eru á láni núna.
Anthony Martial er einnig samningslaus næsta sumar en félagið hefur enga ákvörðun tekið um hvort virkja eigi klásúlu í hans samningi.