Leikur Belgíu og Svíþjóðar í undankeppni EM 2024 verður ekki endurtekinn eftir að honum var hætt í hálfleik í upphafi vikunnar.
Tveir stuðningsmenn Svía voru skotnir til bana fyrir leik en þrátt fyrir það var ákveðið að leikurinn skildi fara fram. Hefur þetta verið mikið gagnrýnt.
Staðan í hálfleik var 1-1 og mun hún standa óhögguð. Liðin deila með sér stigunum.
Belgar hafa þegar tryggt sig inn á EM en Svíar komast ekki upp úr undanriðlinum.