Eden Hazard hefur útskýrt af hverju hann ákvað að leggja skóna á hilluna í síðustu viku.
Það vakti athygli þegar Belginn tilkynnti um ákvörðun sína að hætta, 32 ára gamall. Hann hafði verið félagslaus frá því hann yfirgaf Real Madrid í sumar.
Hazard náði sér aldrei á strik í spænsku höfuðborginni en var þar áður stórkostlegur með Chelsea í áraraðir.
„Ég sagði alltaf að ég myndi hætta að spila þegar mér finndist ekki gaman á vellinum lengur,“ segir Hazard.
Hann hafnaði tilboðum frá Sádi-Arabíu og stöðum þar sem hann hefði fengið ansi vel borgað.
„Ég vildi ekki fara eitthvert og spila fyrir peninga. Ég var ekki að njóta þess að æfa og var hættur að spila. Þetta var einföld ákvörðun.“