Þetta var tekið fyrir í sjónvarpsþættinum 433.is þar sem Jörundur var gestur.
Í fyrsta sinn í sumar var sett á laggirnar umspil í Lengjudeild karla þar sem liðin í 2. – 5. sæti kepptu í umspili um að fylgja toppliði deildarinnar í Bestu deildina að ári. Vestri vann þetta tímabilið eftir að hafa hafnað í fjórða sæti deildarinnar.
„Mér fannst nýtt fyrirkomulag í Lengjudeildinni takast afskaplega vel til,“ sagði Jörundur í þættinum.
Hann var í kjölfarið spurður að því hvort það kæmi til greina að taka þetta upp á neðri stigum, eins og í 2. deild karla.
„Ég held að þetta hafi heppnast það vel að það verði skoðað. Hvort að það muni síðan gerast veit ég ekki en þetta heppnaðist mjög vel. Þetta er eitthvað sem við munum setjast yfir.“
Sjónvarpsþátturinn 433.is og aðrir þættir á vegum síðunnar eru einnig aðgengilegir á helstu hlaðvarpsveitum undir „433.is“