Sandro Tonali miðjumaður Newcastle má spila með liðinu næstu vikurnar þrátt fyrir að vera undir grun um hafa brotið veðmálareglur.
Tonali og nokkrir leikmenn frá Ítalíu eru sakaðir um að hafa brotið reglurnar nokkuð harkalega.
Tonali og Nicolo Zaniolo framherji Aston Villa voru teknir í yfirheyrslu af lögreglu þegar þeir voru í verkefni með ítalska landsliðinu.
Voru þeir sendir heim úr verkefninu en Tonali er mættur til Newcastle en hann var keyptur frá AC Milan í sumar.
Ítalskir miðlar telja að Tonali gæti fengið allt að 18 mánaða bann fyrir brot sín en rannsókn lögreglu er ansi stór og margir sem eru til skoðunar.