Cristiano Ronaldo er markahæsti leikmaður í heimi fótboltans árið 2023. Þrátt fyrir að vera 38 ára gamall er Ronaldo áfram að raða inn mörkum.
Ronaldo er að raða inn mörkum fyrir Portúgal og Al-Nassr í Sádí Arabíu en mörkin fjörutíu eru magnað afrek hjá Ronaldo.
Ronaldo hefur skorað fleiri mörk en Erling Haaland framherji Manchester City en Kylian Mbappe hefur skorað 35 mörk.
Ronaldo ætlar sér áfram stóra hluti þrátt fyrir að hafa afrekað allt það helsta í boltanum.
Markahæstir í heimi árið 2023:
1 Cristiano Ronaldo — 40
2 Erling Haaland — 39
3 Barnabás Varga — 39
4 Kylian Mbappé — 35
5 Harry Kane — 33