Fyrrum knattspyrnumaðurinn og sparkspekingurinn Gabriel Agbonlahor ráðleggur Emile Smith-Rowe leikmanni Arsenal að fara ekki til Newcastle.
Englendingurinn ungi er í algjöru aukahlutverki hjá Arsenal og hefur verið orðaður burt. Newcastle hefur hvað helst verið nefnt til sögunnar en Agbonlahor er ekki hrifinn af þeirri hugmynd.
„Ég held að hann gæti orðið góður leikmaður fyrir dýptina hjá Newcastle. En það er vandamálið, hann færi í annað lið þar sem hann byrjar ekki leiki,“ segir Agbonlahor.
„Ég held að hann eigi samt meiri möguleika á að spila hjá Newcastle. Arteta virðist ekki fýla hann. Hann er að sóa sínum bestu árum með því að sitja á bekknum þarna.“